Sagður hafa flúið vegna hótana

Frá Reykjavíkurhöfn í kvöld.
Frá Reykjavíkurhöfn í kvöld. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Þýski ferðamaðurinn og aðgerðasinninn sem hafði komið sér fyrir á útsýnispalli hvalveiðiskipsins Hvali 8 í Reykjavíkurhöfn flúði þaðan eftir að hafa orðið fyrir fjölda hótana. Þetta er fullyrt í kvöld á Facebook-síðu samtakanna sem hann er meðlimur í en þau kalla sig Hard to Port.

Eins og mbl.is fjallaði um fyrr í kvöld hafði ferðamaðurinn, sem heitir Arne Feurerhahn og er búsettur í Berlín, höfuðborg Þýskalands, greinilega yfirgefið Hval 8 en samtökin höfðu lýst því yfir að þau hefðu hertekið skipið og ætluðu að halda því í tvo sólarhringa. Á Facebook-síðunni segir að Arne hafi hætt aðgerðum sínum „af öryggisástæðum.“ Eftir að hafa verið í Hval 8 í 15 klukkutíma hafi hann orðið fyrir „fjölda hótana“ í sinn garð og í kjölfarið flúið af vettvangi og sé nú á leið út úr borginni.

Fram kemur á síðunni að hótanirnar hafi borist frá stuðningsmönnum hvalveiða og þar með taldar líflátshótanir. Starfsmenn um borð í skipinu hafi ekki skipt sér af honum en hins vegar hafi krani sem notaður hafi verið til hífa búnað um borð tvisvar rekist á mastrið þar sem Arne hefði komið sér fyrir. Fullyrt er hins vegar í athugasemdum að ekkert sé hæft í því að honum hafi borist hótanir.

Frétt mbl.is: Mótmælandinn farinn úr Hval 8

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert