Forval fyrir göng

Vegurinn mun liggja frá Húsavíkurhöfn (efst) að fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á …
Vegurinn mun liggja frá Húsavíkurhöfn (efst) að fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Bakka.

Vegagerðin hefur auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga undir Húsavíkurhöfða við Húsavík, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega.

Um er að ræða 11 metra breið, 940 metra löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, rafbúnað þeirra, um 56 metra langa steinsteypta vegskála og um 1,8 kílómetra langa vegi.

Vegurinn frá Húsavíkurhöfn mun liggja að fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Bakka en þar er m.a. áformað að fyrirtækið PCC reisi kísilver. Upphaflega var ætlunin að vegurinn yrði grafinn í Húsavíkurhöfða utanverðan. Talsverður halli hefði orðið á þeim vegi, ekki síst upp af höfninni, og miklar bergskeringar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert