„Ég ákvað kvöldið sem ég varð bandarískur ríkisborgari að skrifa bók um þessa lífsreynslu. Hvernig ég og Jóhanna urðum bandarískir ríkisborgarar og hvernig okkur gekk að aðlagast hér úti. Þetta hafa verið hæðir og lægðir, lærdómsríkt og gaman. Kannski hefðum við aldrei farið út ef við hefðum séð fyrir hvað við myndum þurfa að takast á við. En það er nú eins og með svo margt. Þá myndi heldur enginn líklega eignast börn,“ segir fyrirlesarinn, jóginn og námskeiðahaldarinn með meiru; Guðjón Bergmann.
Það vakti talsverða athygli þegar Guðjón ákvað, ásamt fjölskyldu sinni, að kveðja Ísland fyrir um fjórum árum og fréttatilkynning þess efnis birtist í fjölmiðlum. Þeir búferlaflutningar áttu sér lengri sögu en virtist og saga þeirra hjóna, Guðjóns og Jóhönnu Bóelar Bergmann, hefur verið skrautleg, forvitnileg, stundum erfið en einnig einkar gleðileg síðustu árin. Og einhvern veginn æxlaðist það svo að hinn alíslenski Guðjón Bergmann er orðinn það sem fólk hvaðanæva af fær neitun um alla ævi: bandarískur ríkisborgari. Guðjón hefur fest þessa sögu á blað og gefið hana út á bandarískum markaði en t
<span>itill hennar er „You Can´t Have the Green Card“.</span> <span>Í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina segir Guðjón frá því hvernig það æxlaðist að hann er nú með tvöfalt ríkisfang og leitina að bandarískum ættingjum Jóhönnu sem endaði á gleðilegum endurfundum.</span>