Karlmaðurinn er á fertugsaldri

Taílenskir lögreglumenn.
Taílenskir lögreglumenn. AFP

Íslenskur karlmaður sem var handtekinn í Taílandi í gær fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum er 38 ára gamall. Þetta kemur fram í taílenskum fjölmiðlum sem bæði nafngreina og birta myndir af manninum.

Samkvæmt fjölmiðlum í Taílandi fundust rúmlega tvö grömm af metamfetamíni (e. crystal methamphetamine) í veski mannsins.

Maðurinn var hand­tek­inn ásamt tveim­ur öðrum í íbúðarhúsi í suður­hluta borg­ar­inn­ar Pattaya. Menn­irn­ir þrír eru nú vistaðir í fanga­geymsl­um og hafa verið ákærðir fyr­ir fíkni­efna­brot.

Að sögn upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins hefur það ekki fengið neinar upplýsingar um málið. 

„Íslendingur handtekinn í Taílandi“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert