Óljósir lánakostir

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Vaxtalaus lán eru ekki ókeypis og það getur borgað sig fyrir neytendur að freista þess að fá yfirdráttarlán frekar en að skipta greiðslum á kreditkort.

Ekki er þó hlaupið að því að bera saman ólík neytendalán þar sem kostnaður kemur ýmist fram sem vextir, lántökugjald, greiðslugjald eða blanda af þessu öllu.

Ný lög um neytendalán áttu að tryggja bætta upplýsingagjöf til neytenda um kostnað við lántöku, en Neytendastofa fékk ekkert fé til að fylgja löggjöfinni eftir. Margt er óljóst og stofnunin fær fjölda fyrirspurna frá lánveitendum um hvernig eigi að birta neytendum lögboðnar upplýsingar. Sunnudagsblaðið, sem út kom í morgun,  gerði samanburð á ólíkum neytendalánum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert