Vissi ekki af tengslum dómara og sakbornings

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ásamt aðstoðarkonu sinni í réttarsal …
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ásamt aðstoðarkonu sinni í réttarsal í Aurum-málinu. mbl.is/Þórður

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hann hefði gert athugasemdir hefði hann vitað að Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, væri bróðir athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, sem er kenndur við Samskip.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi, en bent var á að Ólafur hefði verið ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu.

Aðspurður sagði Ólafur Þór við fréttastofuna að það væri vert að taka það til skoðunar og velta því upp hvort Sverrir væri hæfur til að taka sæti í dómi undir slíkum kringumstæðum.

Á fimmtudag sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, Lár­us Weld­ing, Magnús Arn­ar Arn­gríms­son og Bjarni Jó­hann­es­son í Aur­um-mál­inu svo­nefnda. 

Saksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert