Hjólaði 320 km og gekk á Hnjúkinn

Ólafur Baldursson og kona hans, Hulda Harðardóttir.
Ólafur Baldursson og kona hans, Hulda Harðardóttir. Mynd/Ólafur Már Björnsson

„Þetta var alveg stór­kost­legt í þessu veðri og landið skartaði sínu feg­ursta,“ seg­ir Ólaf­ur Bald­urs­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Land­spít­al­an­um, en hann gerði sér lítið fyr­ir síðasta föstu­dag og hjólaði í ein­um rykk 320 km leið aust­ur í Skafta­fell og gekk á topp Hvanna­dals­hnúks. 

Straum­ur­inn á topp Hvanna­dals­hnúks var stríður þessa hvíta­sunnu­helgi og fengu göngu­menn ákjós­an­legt veður. Ólaf­ur gekk ásamt konu sinni, Huldu Harðardótt­ur, og stór­um hópi und­ir leiðsögn Íslenskra fjalla­leiðsögu­manna. 

„Ég lagði af stað á föstu­dags­morg­un um fimm­leytið. Eft­ir að hafa stoppað stutt á Sel­fossi og svo á Hvols­velli hjólaði ég aust­ur í Vík, þar sem kon­an mín hitti mig á bíln­um. Hún fylgdi mér svo í Skafta­fell og var ég kom­inn þangað um hálf­níu­leytið. Þar sváf­um við í fjóra klukku­tíma og svo vor­um við kom­in í Sand­fell, þar sem gang­an hófst um klukk­an fjög­ur um nótt, og hitt­um þar hóp­inn und­ir leiðsögn Íslenskra fjalla­leiðsögu­manna,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Fólk reif sig úr föt­un­um í 2.000 metra hæð

Ólaf­ur er van­ur fjall­göngumaður en seg­ist aldrei hafa upp­lifað Hnúk­inn í álíka veðri. „Þetta er í átt­unda sinn sem ég geng á fjall­inu og í sjötta sinn sem ég fer á tind­inn en ég hef aldrei áður séð neitt þessu líkt. Ég hef verið þarna í góðu veðri áður, jafn­vel mjög góðu, en það var ekk­ert í lík­ingu við þetta. Það var logn nán­ast all­an tím­ann og ég gat eig­in­lega bara verið á boln­um. Fólk var farið að rífa sig úr föt­un­um í 2.000 metra hæð. Ég var al­veg gapandi hissa,“ seg­ir Ólaf­ur. 

End­ur­minn­ing­arn­ar hellt­ust yfir hann

Hóp­ur­inn sem gekk á Hvanna­dals­hnúk var fjöl­breytt­ur. Meðal ann­ars voru þar þrír Bret­ar og tveir Sviss­lend­ing­ar. Í hópn­um var einnig Tóm­as Andri Ólafs­son, 10 ára göngugarp­ur. 

„Það var ofboðslega gam­an að ganga með þeim dreng. Ég fór fyrst á Hvanna­dals­hnúk árið 1978 þegar ég var 14 ára og gekk sú ferð mjög vel. Það var því gam­an að fylgj­ast með Tóm­asi ganga, það hrúguðust á mig end­ur­minn­ing­arn­ar frá minni fyrstu ferð. Gang­an upp var nógu mik­il upp­lif­un í sjálfu sér, og svo bætt­ist þetta ofan á.“ 

Fé­lags­skap­ur­inn skipt­ir máli

Ferðin upp á topp gekk vel þrátt fyr­ir að Ólaf­ur hefði að baki um 15 tíma hjól­reiðaferð. „Mér leið vel eft­ir hjóla­ferðina og ég passaði sér­stak­lega vel upp á nær­ing­una. Ég hefði líka ekki átt mögu­leika í þetta nema með stuðningi frá Huldu. Ég var þreytt­ari en venju­lega en tók þetta bara jafnt og þétt. Fé­lags­skap­ur­inn í göng­unni var líka ekki af verri end­an­um, og Jono og María hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um voru frá­bær.“

Hjól­reiðarn­ar eru annað áhuga­mál Ólafs og hef­ur hann tölu­verða reynslu af löng­um hjóla­ferðum. „Ég stundaði fjall­göng­ur mikið þegar ég var yngri og var það þá mín aðalíþrótt. Svo und­an­far­in 10 ár hafa hjól­reiðarn­ar tekið við. Ég hjólaði um­hverf­is landið árið 2012 og hef þris­var tekið þátt í Vätt­ern­rund­an sem er 300 km hjól­reiðakeppni sem fer fram í Svíþjóð ár hvert,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Vildi upp­lifa Hnúk­inn með kon­unni

Spurður hvernig hon­um hafi dottið í hug að sam­eina þessi tvö áhuga­mál seg­ir Ólaf­ur tvær ástæður fyr­ir því. „Ég verð fimm­tug­ur núna í sum­ar og af því til­efni langaði mig að blanda sam­an þess­um tveim­ur upp­á­haldsíþrótt­um mín­um. Síðan er það svo að við hjón­in höf­um aldrei farið sam­an á Hvanna­dals­hnúk. Við höf­um farið hvort um sig en okk­ur langaði að upp­lifa þetta sam­an.“

Ekki mátti miklu muna að ekk­ert yrði úr ferðinni nú í vor. „All­an maí­mánuð höfðum við verið að bíða eft­ir vestanátt, sem er besta átt­in til þess að byrja í, en hún bara kom ekk­ert og svo var þetta síðasta mögu­lega helg­in. Þá kom allt í einu þessi fín­asta veður­spá og við gát­um látið draum­inn ræt­ast,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Tómas Andri Ólafsson og Ólafur Baldursson
Tóm­as Andri Ólafs­son og Ólaf­ur Bald­urs­son Mynd/Ó​laf­ur Már Björns­son
Mynd/Ó​laf­ur Bald­urs­son
Hópurinn sem gekk á Hvannadalshnjúk.
Hóp­ur­inn sem gekk á Hvanna­dals­hnjúk. Mynd/Ó​laf­ur Már Björns­son
Mynd/Ó​laf­ur Bald­urs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert