Árbæingar söfnuðu fyrir nýrri stúku

„Þetta er nátt­úru­lega gíf­ur­leg lyfti­stöng fyr­ir okk­ur og fyr­ir allt hverfið,“ seg­ir Björn Gísla­son formaður Fylk­is um nýja stúku sem fé­lagið tók í notk­un fyrr í kvöld. Stúk­an tek­ur 1900 manns í sæti.

Reykja­vík­ur­borg styrkti verk­efnið með fram­lagi uppá 94 millj­ón­ir króna og KSÍ með 17 millj­óna krónu fram­lagi. Jafn­framt stóð Fylk­ir fyr­ir söfn­un meðal íbúa í Árbæ þar sem boðið var að kaupa hlut í stúk­unni á 36 þúsund krón­ur og söfnuðust með því 9 millj­ón­ir króna. 

Mik­ill fjöldi  stuðnings­manna fé­lags­ins og vel­unn­ar­ar komu að bygg­ingu stúk­unn­ar, gáfu vinnu sína og studdu verk­efnið.

„Við erum nátt­úru­lega bara mjög þakk­lát Reykja­vík­ur­borg og KSÍ fyr­ir hjálp­ina, og svo auðvitað öll­um öðrum sem lögðu okk­ur lið. Það er al­veg ómet­an­legt,“ seg­ir Björn en vígslu­leik­irn­ir stúk­un­ar eru tveir. Sá fyrri stend­ur nú yfir þar sem meist­ara­flokk­ur kvenna tek­ur móti FH og sá seinni verður á morg­un miðviku­dag­inn 11. júní en þar tek­ur meist­ara­flokk­ur karla á móti Breiðablik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert