Borgin lét loka goshvernum Stróki

Goshverinn er skreyttur steinlagðri skál. Nú er hann lokaður vegna …
Goshverinn er skreyttur steinlagðri skál. Nú er hann lokaður vegna mikils rekstrarkostnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strókur, manngerði goshverinn í Öskjuhlíð, er lokaður og ekki hefur verið hirt um svæðið. Goshverinn og svæðið í kring er í eigu Reykjavíkurborgar. Strókur hefur í gegnum árin verið vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, að við kaupin á Perlunni hafi verið ákveðið að loka Stróki. „Goshverinn krefst stöðugrar vöktunar og okkur finnst sá rekstrarkostnaður of mikill.“

Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, finnst slæmt að Stróki sé ekki haldið við. „Perlan er einn fjölsóttasti ferðamannastaður borgarinnar og landsins. Strókur hefur skipt máli í því sambandi og er því slæmt að honum sé ekki haldið við, sérstaklega að komin sé órækt í kringum hverinn.“

Gróður hefur vaxið yfir skiltin þannig að torvelt er að …
Gróður hefur vaxið yfir skiltin þannig að torvelt er að lesa þau. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Strókur hefur verið lokaður síðan borgin festi kaup á Perlunni.
Strókur hefur verið lokaður síðan borgin festi kaup á Perlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert