Fannst látin í Fljótshlíð

mbl.is

Önnur kvennanna sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð og nágrenni fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð í gær, skömmu eftir að leit hófst að henni og vinkonu hennar. Hinnar konunnar er enn leitað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Konan sem fannst látin er útlensk, en hún var hér á ferðalagi ásamt íslenskri vinkonu sinni. Konurnar eru á fertugsaldri. Lögregla, björgunarsveitir og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar leita enn hinnar konunnar. 

Konurnar voru í sumarbústað í Fljótshlíð og höfðu farið í göngutúr en ekkert hefur spurst til þeirra síðan á laugardag. Leit hófst síðdegis í gær og tekur fjölmennt lið þátt í leitinni. 

Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað á svæðinu úr lofti í gær og í dag, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Frétt mbl.is: 60 manns leita íslensku konunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert