Nauðgaði 16 ára stúlku á víðavangi

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt 38 ára karl­mann, Ingólf Þórð Möller, í þriggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga sex­tán ára stúlku. Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að nauðgun­in hafi verið á víðavangi og stúlk­an hafi farið í göngu­ferð með mann­in­um sem hún treysti, en han er tutt­ugu árum eldri en hún. Þá var Ingólfi Þórði gert að greiða stúlk­unni eina millj­ón króna í miska­bæt­ur.

Ingólf­ur var ákærður fyr­ir að hafa 7. októ­ber 2012 á grasbala við skemmti­stað veist að stúlk­unni, ýtt henni niður í grasið, dregið bux­ur henn­ar niður um hana, káfað á lík­ama henn­ar og þröngvað henni með of­beldi til sam­ræðis.

Við ákvörðun refs­ing­ar var litið til þess að ákæra í mál­inu var ekki gef­in út fyrr en tæpu ári eft­ir að rann­sókn þess lauk og var sá drátt­ur ekki skýrður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert