Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 38 ára karlmann, Ingólf Þórð Möller, í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku. Í niðurstöðu dómsins segir að nauðgunin hafi verið á víðavangi og stúlkan hafi farið í gönguferð með manninum sem hún treysti, en han er tuttugu árum eldri en hún. Þá var Ingólfi Þórði gert að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur.
Ingólfur var ákærður fyrir að hafa 7. október 2012 á grasbala við skemmtistað veist að stúlkunni, ýtt henni niður í grasið, dregið buxur hennar niður um hana, káfað á líkama hennar og þröngvað henni með ofbeldi til samræðis.
Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en tæpu ári eftir að rannsókn þess lauk og var sá dráttur ekki skýrður.