Ólafur Ragnar sækist ekki eftir endurkjöri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, mun ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri. Þetta seg­ir hann í viðtali við breska tíma­ritið Monocle.

Ólaf­ur Ragn­ar var fyrst kjör­inn for­seti árið 1996. Hann er því á sínu fimmta kjör­tíma­bili í embætti. Hann hef­ur því verið for­seti í 18 ár.

Í Monocle er hann spurður: Þetta er þitt fimmta kjör­tíma­bil, ætl­ar þú að bjóða þig fram aft­ur?

„Nei. Ég ætlaði ekki að bjóða mig fram árið 2012 en ég var hvatt­ur til að gera það. En tutt­ugu ár í þess­um bransa er lang­ur tími.“

Viðtalið birt­ist í júní­hefti Monocle sem er tíma­rit er fjall­ar um alþjóðamál og lífs­stíl. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert