10 ár fyrir brot gegn 10 ára stúlku

AFP

Hæstirétt­ur þyngdi í dag dóm yfir karl­manni sem sak­felld­ur var fyr­ir að hafa veist að tíu ára stúlku, ekið með hana á af­vik­inn stað og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega. Maður­inn var dæmd­ur í 10 ára fang­elsi en áður hafði héraðsdóm­ur dæmt hann í sjö ára fang­elsi.

Brot manns­ins, Stef­áns Reyn­is Heim­is­son­ar, þótti þaul­skipu­lagt og brota­vilji hans styrk­ur og ein­beitt­ur, auk þess sem það beind­ist að varn­ar­lausu barni sem átti sér einskis ills von og varði í rúm­ar tvær klukku­stund­ir.

Stefáni var einnig gert að greiða stúlk­unni 4.000.000 krón­ur í skaðabæt­ur auk vaxta.

Í mál­inu kom fram að Stefán hafði, áður en hann framdi brot sín, hlaðið niður í farsíma sinn stunda­töfl­um nokk­urra grunn­skóla og æf­inga­töfl­um þriggja deilda íþrótta­fé­lags, auk þess sem í bif­reið hans fund­ust miðar með nöfn­um og síma­núm­er­um þriggja ungra stúlkna.

Stefán játaði sök fyr­ir dóm en kveðst ekki muna at­b­urðina vegna langvar­andi fíkni­efna­neyslu.

Í dóm­in­um kem­ur fram að at­b­urður­inn hafi haft gríðarlega mikl­ar og víðtæk­ar af­leiðing­ar á stúkluna. Hún þori ekki út, geti ekki verið ein á heim­il­inu, sofni ekki ein og fari ekk­ert ein held­ur þurfi að fylgja henni í tóm­stund­ir, skóla og fleira. Áhrif­in á fjöl­skyld­una alla eru mik­il.

Sjá dóm Hæsta­rétt­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert