12 þúsund eiga bókað flug

Tólf þúsund manns eiga bókað flug á mánu­dag en þann dag hafa flug­virkj­ar boðað sól­ar­hrings­vinnu­stöðvun ef ekki verður samið fyr­ir þann tíma.  Þetta kem­ur fram í álykt­un sem Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hafa sent frá sér.

„Verk­fallsaðgerðir flug­starfs­manna á vor­mánuðum léku ferðaþjón­ust­una grátt. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu stigu fram og lýstu yfir áhyggj­um sín­um og von­brigðum með stöðu mála, en í kring­um 90 flug­ferðum var af­lýst í aðgerðunum sem hafði áhrif á hátt í 12 þúsund farþega. Samn­ingsaðilar náðu sem bet­ur fer sam­an, þannig að flug­sam­göng­ur til og frá land­inu hafa hald­ist opn­ar síðustu vik­ur.

Nú sitja flug­virkj­ar og Icelanda­ir við samn­inga­borðið, en flug­virkj­ar hafa boðað sól­ar­hrings vinnu­stöðvun mánu­dag­inn 16. júní nk. Komi til verk­falls mun það strax hafa gríðarleg áhrif, en þann eina dag eiga um 12 þúsund farþegar flug. Til sam­an­b­urðar höfðu verk­fallsaðgerðir nú á vor­mánuðum áhrif á jafn­marga farþega, en á mun fleiri dög­um. Nú er háönn ferðamanna­sum­ars­ins haf­in og fyr­ir­hugaðar aðgerðir munu því skella á ferðaþjón­ust­unni af full­um þunga. Þá hafa flug­virkj­ar boðað ótíma­bundn­ar verk­fallsaðgerðir frá og með fimmtu­deg­in­um 19. júní nk. Komi til þess sér ferðaþjón­ust­an fram á ófyr­ir­sjá­an­leg­an skaða fyr­ir grein­ina.

Ferðaþjón­ust­an er afar viðkvæm at­vinnu­grein og má við litl­um áföll­um ásamt því að af­leidd­ar at­vinnu­grein­ar eiga mikið und­ir að flug­sam­göng­ur til og frá land­inu hald­ist opn­ar. Á vor­mánuðum hættu ferðaskipu­leggj­end­ur er­lend­is við fjöl­marg­ar ferðir hingað til lands og eru þeir nú þegar að íhuga að hætta við ferðir með hópa sína til lands­ins á næstu dög­um. Ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar er í mik­illi hættu, enda eru ör­ugg­ar sam­göng­ur til og frá land­inu nokkuð sem verður að vera hægt að treysta á.

Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hvetja samn­ingsaðila til að leita allra leiða til að ná sátt­um í deil­unni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyr­ir ferðaþjón­ust­una og lands­menn alla. Ábyrgð samn­ingsaðila er mik­il, enda er flug aðal­sam­göngu­máti ferðamanna til og frá land­inu. Óviðun­andi er að al­menn­um sam­göng­um sé stefnt í voða með þess­um hætti, enda eru sam­göng­ur lífæð ferðaþjón­ust­unn­ar.

SAF treysta því að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flug­virkja mánu­dag­inn 16. júní nk.,“ seg­ir í álykt­un SAF.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert