Fundu fótspor austanvið gljúfrið

Konurnar voru í sumarbústað í Fljótshlíð. Leitað er í námunda …
Konurnar voru í sumarbústað í Fljótshlíð. Leitað er í námunda við Bleiksárgljúfur og á vatnasvæði Markarfljóts. Kort/Elín Esther

Fótspor eftir berfætta manneskju fundust í morgun rúmum þremur kílómetrum austur af Bleiksárgljúfri, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni en leitarsvæðið er erfitt yfirferðar.

Að sögn Sveins er nú verið að kanna hvort fótsporin geti verið eftir konuna sem er leitað í Fljótshlíðinni og eins er verið að rekja sporin meðfram ákveðnu gili.

Leitarsvæðið var útvíkkað í gærkvöldi í um 6,5 km radíus frá Bleiksárgljúfri og var það svæði leitað í nótt og í morgun.

Er­lend vin­kona kon­unn­ar fannst lát­in í Bleiks­ár­gljúfri skömmu eft­ir að leit að kon­un­um hófst í fyrra­kvöld. Föt kvenn­anna beggja fund­ust við hyl í gljúfr­inu. Þykir senni­legt að þær hafi ætlað að synda þarna.

Ekki er tal­in ástæða til að ætla að and­lát er­lendu kon­unn­ar hafi borið að með sak­næm­um hætti. Dánar­or­sök henn­ar er ekki þekkt.

Leitað var í Bleiks­ár­gljúfri, í Fljóts­hlíðinni, á vatna­svæði Markarfljóts og víðar í ná­grenn­inu, m.a. í sum­ar­bú­stöðum. Leit­ar­hund­ar voru notaðir og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var við leit úr lofti í gær og fyrra­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert