Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur verið kallað út vegna slasaðrar göngukonu í hlíðinni ofan Herjólfsdals. Konan var á fjölfarinni gönguleið þegar hún hrasaði og hlaut við það opið ökklabrot.
Björgunarsveitin er nú að búa um hana í börum og að því loknu verður hún borin niður í dalinn þar sem sjúkrabíll bíður þess að flytja hana á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.