Hross í oss „ógleymanleg“

Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í …
Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í oss. mbl.is

Gagn­rýn­andi The Tel­egraph seg­ir kvik­mynd­ina Hross í oss, eft­ir Bene­dikt Erl­ings­son, ógleym­an­lega. Hann gef­ur henni fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um. Það sama ger­ir gagn­rýn­andi Fin­ancial Times,  þar fær mynd­in einnig fjór­ar stjörn­ur. 

Gagn­rýn­andi Tel­egraph, Robbie Colli,n er heillaður af mynd­inni, kvik­mynda­tök­unni og hinu fræga ís­lenska lands­lagi sem hann seg­ir kunn­ug­legt eft­ir að hafa verið notað í stór­mynd­um á borð við Noah og Promet­heus og sjón­varpsþátt­un­um Game of Thrones.

„Þess­ar ís­lensku sög­ur um menn og tengsl þeirra við hesta er sér­kenni­lega tæl­andi,“ seg­ir hann m.a. í dómi sín­um.

Nig­el Andrews, gagn­rýn­andi Fin­ancial Times, seg­ir að mynd­in sé snjöll, fynd­in og átak­an­leg í senn. Hann seg­ir að leik­stjór­inn Bene­dikt sann­færi áhorf­end­ur að lok­um um að villta vestrið sé enn til í hinu nýja og villta norðri.

Sjá dóm­inn í Tel­egraph í heild hér.

Sjá dóm­inn í Fin­ancial Times í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert