Sigmundur: Kassarnir voru 55

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hún hefur orðið furðu lífseig sagan um að ég hafi bjargað 14 kössum af gögnum og munum úr gamla Sjónvarpshúsinu og svo falið innihaldið til að forða því frá glötun. Þetta er ekki rétt, kassarnir voru að mig minnir 55,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra á Facebook-síðu sína.

Í morg­un fannst und­ir gólf­fjöl­um út­varps­húss­ins í Efsta­leiti hluti af efni sem Sig­mund­ur Davíð faldi er Sjón­varpið var flutt af Lauga­vegi.

Í frétt RÚV um málið er rifjað upp að Sig­mund­ur Davíð, sem vann hjá Sjón­varp­inu árið 2000, hafi sagt frá því í viðtali við DV árið 2012 að hann hefði reynt að bjarga verðmæt­um og minj­um við flutn­ing Sjón­varps­ins í Efsta­leitið. Hann hefði falið þessi verðmæti í hús­inu.

Forsætisráðherra kom í Útvarpshúsið rétt fyrir hádegi og kíkti á safnið. Hann segist hafa bjargað verðmætum en allt í allt hafi hann farið með þrjú bretti af pappírum og skjölum og falið þau, segir í frétt RÚV.

Frétt mbl.is: Fundu leyniskjöl Sigmundar Davíðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka