Sigmundur: Kassarnir voru 55

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hún hef­ur orðið furðu líf­seig sag­an um að ég hafi bjargað 14 köss­um af gögn­um og mun­um úr gamla Sjón­varps­hús­inu og svo falið inni­haldið til að forða því frá glöt­un. Þetta er ekki rétt, kass­arn­ir voru að mig minn­ir 55,“ skrif­ar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra á Face­book-síðu sína.

Í morg­un fannst und­ir gólf­fjöl­um út­varps­húss­ins í Efsta­leiti hluti af efni sem Sig­mund­ur Davíð faldi er Sjón­varpið var flutt af Lauga­vegi.

Í frétt RÚV um málið er rifjað upp að Sig­mund­ur Davíð, sem vann hjá Sjón­varp­inu árið 2000, hafi sagt frá því í viðtali við DV árið 2012 að hann hefði reynt að bjarga verðmæt­um og minj­um við flutn­ing Sjón­varps­ins í Efsta­leitið. Hann hefði falið þessi verðmæti í hús­inu.

For­sæt­is­ráðherra kom í Útvarps­húsið rétt fyr­ir há­degi og kíkti á safnið. Hann seg­ist hafa bjargað verðmæt­um en allt í allt hafi hann farið með þrjú bretti af papp­ír­um og skjöl­um og falið þau, seg­ir í frétt RÚV.

Frétt mbl.is: Fundu leyniskjöl Sig­mund­ar Davíðs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert