360 íslenskar konur héldu til Malmö

Nordisk Forum fer fram í Malmö um helgina.
Nordisk Forum fer fram í Malmö um helgina.

Nordisk Forum, ráðstefna á vegum norrænu kvennahreyfinganna á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, hófst í gær. Ráðstefnan er haldin í Malmö í Svíþjóð og stendur yfir til 15. júní.

Um 9.000 gestir eru samankomnir á ráðstefnunni, þar af 360 íslenskar konur, með það að markmiði að leggja línurnar fyrir jafnréttisbaráttu framtíðarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ráðstefnan er nú haldin í þriðja sinn, en áður var hún haldin í Ósló 1988 og í Finnlandi 1994. Setning ráðstefnunnar fór fram í hádeginu í gær og í gærkvöldi var haldin setningarathöfn þar sem Vigdís Finnbogadóttir var aðalræðumaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert