Viðreisn undirbýr framboð

Benedikt Jóhannesson.
Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haldinn var undirbúningsfundur síðastliðinn miðvikudag á Grand hóteli um stofnun stjórnmálaflokksins Viðreisnar.

Um tvö hundruð manns mættu á fundinn. Fundargestum var skipt niður á borð þar sem málefni voru rædd og grunnur lagður að stefnuskrá flokksins.

„Ekki endilega voru allir Evrópusinnar á fundinum. Þarna var fólk af ýmsu tagi,“ segir Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar og einn af forsvarsmönnum Viðreisnar. Benedikt telur að ekki liggi á að stofna flokkinn formlega. „Vanda þarf undirbúninginn vel og fara yfir helstu málefnin og móta stefnuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka