Viðreisn undirbýr framboð

Benedikt Jóhannesson.
Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hald­inn var und­ir­bún­ings­fund­ur síðastliðinn miðviku­dag á Grand hót­eli um stofn­un stjórn­mála­flokks­ins Viðreisn­ar.

Um tvö hundruð manns mættu á fund­inn. Fund­ar­gest­um var skipt niður á borð þar sem mál­efni voru rædd og grunn­ur lagður að stefnu­skrá flokks­ins.

„Ekki endi­lega voru all­ir Evr­óp­us­inn­ar á fund­in­um. Þarna var fólk af ýmsu tagi,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­un­ar og einn af for­svars­mönn­um Viðreisn­ar. Bene­dikt tel­ur að ekki liggi á að stofna flokk­inn form­lega. „Vanda þarf und­ir­bún­ing­inn vel og fara yfir helstu mál­efn­in og móta stefn­una.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert