Illa lítur út með lundavarp í Vestmannaeyjum þetta árið.
Lundarnir verptu óvenju seint og margir hafa yfirgefið hreiður sín nú þegar. Þetta er 12. slæma árið fyrir lundann í röð. Fæðuskortur er líklegasta skýringin, segir Erpur Snær Hansen líffræðingur.
„Þetta er enn eitt árið þar sem algjör fæðuskortur er við Eyjar,“ segir Erpur.