Fimm unglingsstrákar sem fóru óboðnir um borð í skólaskipið Sæbjörgu um liðna helgi og fiktuðu í búnaði hafa haft samband við Slysavarnaskóla sjómanna og beðist afsökunar á framferði sínu. Þeir
Strákarnir laumuðust um borð þann 7. júní og reyndu að komast inn í það, fiktuðu í björgunarbúnaði skipsins og vörpuðu fyrir borð hlutum sem notaðir eru við æfingar. Þá klifruðu þeir upp á annan skorsteinin og mastrið, en allt saman náðist þetta á öryggismyndavélar.
Sagt var frá athæfinu á Facebook síðu Slysavarnaskólans eftir helgina með ósk um að þeir sem þekki til létu foreldra strákana vita.
Slysavarnaskólinn segir nú frá því að strákarnir hafi gefið sig fram og beðist fyrirgefningar „Ætla þeir að hitta okkur og fá að skoða skólann, sem við sannarlega munum sýna þeim,“ segir á Facebook síðu Slysavarnaskóla sjómanna.
Sjá fyrri frétt mbl.is: Fóru um borð og fiktuðu í búnaði