Sprengja í barneignum í sumar

AFP

Árgangur barna fæddra 2014 virðist ætla að verða stór á Íslandi ef fram fer sem horfir. Fjöldi fæðinga hefur verið yfir meðaltali á flestum fæðingardeildum á landinu og allt lítur út fyrir sumarsprengju nýbura.

„Þetta er svolítið fjörugt ár. Það eru komnar talsvert fleiri fæðingar þetta árið en var á sama tíma í fyrra. Ef fer sem horfir verður þetta ár talsvert stærra í fæðingum en 2013,“ segir Kristín Gunnarsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, sumarið stefni sérstaklega í að verða fjörugt, margar fæðingar séu bókaðar í ágúst og enn fleiri í september.

„Það virðist eitthvað vera í loftinu,“ segir Hulda Magnadóttir ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar lítur út fyrir líflegt sumar þó veturinn hafi verið í meðallagi. „Júní virðist ætla að verða frekar stór, jafnvel ágúst líka,“ segir Hulda.

Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa verið 123 fæðingar það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra voru þær 103. 

Fimmtíu konur fæddu börn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrstu fimm mánuði ársins, það er óvenjulega mikið að sögn Steinu Þóreyju Ragnarsdóttur ljósmóður á HSS, þar sé búist við töluvert fleiri fæðingum en í fyrra.

Flest börn fæðast á Landspítalanum í Reykjavík en þar fæddust 215 börn í apríl og 250 börn í maí, sem er aðeins yfir meðallagi. Sumarið lítur vel út en toppinum verður líklega náð í ágúst þegar um 300 fæðingar eru áætlaðar.

Ljósmæðurnar segja enga skýringu hægt að gefa á barnafjölguninni, um eðlilega sveiflu sé líklega að ræða, kannski sé hægt að kenna veðurfarinu í fyrra um og þá gefi þetta vonandi vísbendingu um gleði Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert