Eitrað með Roundup á Mýrdalssandi

Eitrað var fyrir lúpínu í vegköntunum.
Eitrað var fyrir lúpínu í vegköntunum.

Vegagerðin notaði nýlega plöntueitrið Roundup við vegkanta á vegum á Mýrdalssandi. Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, vekur athygli á þessu á vefsíðu sinni.

Á síðasta ári birti Vegagerðin tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem kom fram að stefnt væri að því að hætta alfarið notkun á varasömum efnum við gróðureyðingu og í allri vegagerð en þar voru efnin Roundup og Clinic til umfjöllunar. 

Ágúst birtir á vefsíðu sinni mynd frá Mýrdalssandi en á myndinni má sjá gulnaðan gróður í vegköntunum. Bjarni Jón Finnsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, staðfestir að eitrað hafi verið vegna lúpínu í vegköntum á svæðinu. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvenær eitrun verður hætt.

Bjarni segir að eitrið sé ekki skaðlegt mönnum og hafi góð og mild áhrif. Efnið sé ekki þrávirkt og horfið úr gróðrinum eftir fjóra daga. Eitrað er á um eins meters breiðu svæði og nær eitrið ekki út fyrir það, að sögn Bjarna. Hann bendir á að gróðureyðing í vegköntum sé mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi og minnka snjósöfnun.

Í frétt á vef Vega­gerðar­inn­ar sem birt var í september á síðasta ári seg­ir að Vega­gerðin hafi lagt áherslu á að draga fyrst úr þeim vara­sömu efn­um sem hafa verið notuð í miklu magni. 

Frétt mbl.is: Hættir notkun efna sem eyða gróðri

Tilkynning Vegagerðarinnar sem birt var á síðasta ári

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert