Lýðveldið var ekki sjálfgefið

Sjötíu ár eru liðin frá því að lýðveldi var stofnað á Þingvöllum, hinn 17. júní 1944. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir mikilvægt að Íslendingar átti sig á því á afmælisárinu hversu tæpt lýðveldið hafi staðið fyrstu árin eftir stofnun. Efnahagsgrunnur landsins hafi verið veikur og þurft hafi að flytja allar helstu nauðsynjar til landsins, auk þess sem landhelgisdeilurnar hafi haft mikil áhrif. Hann segir að sú kynslóð sem kom lýðveldinu á legg hafi unnið afrek sem ekki hafi verið nægilega þakkað fyrir í vitund þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar segir jafnframt að mikilvægt sé að hafa í huga lærdóma fyrri tíðar áður en mikilvægar ákvarðanir séu teknar um utanríkismál þjóðarinnar, sem geti haft áhrif marga áratugi fram í tímann, ef ekki aldir. Ekki megi hlaupa á eftir tískustraumum frá ári til árs.

Forsetinn segir einnig að árangur Íslands á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldisins sé á fjölmörgum sviðum svo afgerandi og öflugur að undirstaða og grundvöllur framtíðarinnar sé traustari en nokkur hefði getað gert sér vonir um þegar lýðveldið var stofnað fyrir sjötíu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert