Reykvíkingar fá Óslóartré í ár

Óslóartréð á Austurvelli verður á sínum stað í ár
Óslóartréð á Austurvelli verður á sínum stað í ár

Reykvíkingar fá jólatré frá Óslóarborg í ár líkt og venjan er en búið var að taka ákvörðun um að hætta að senda Íslendingum jólatré vegna þess kostnaðar sem því fylgir. Hætt var við þessa ákvörðun í gær enda Íslendingar ósáttir við hana.

Frá þessu seg­ir á Ósló­arsíðum Af­ten­posten í dag en þar kemur fram að ákvörðun um að senda ekki tré til Rotterdam verði aftur á móti ekki breytt.

„Þetta kemur ánægjulega á óvart. Ég lít á þetta sem jákvæðan vináttuvott og finnst fallegt að vinir okkar í Osló vilji ekki láta á sér standa í þessu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við mbl.is. Borgaryfirvöld hafi þó virt ákvörðun Norðmanna og ekki beytt neinum þrýsting. Að sögn Dags hafði Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, talað við Skógræktarfélag Reykjavíkur um að leggja borginni til tré en svo virðist sem þess verði ekki þörf.

Í ára­tugi hef­ur verið fast­ur liður á aðvent­unni að tendra ljós­in á jóla­trénu frá Aust­ur­velli fyrsta sunnudag í aðventu.

Fabi­an Stang, borg­ar­stjóri Ósló, skrifaði aðsenda grein í Morgunblaðið fyrr á árinu til þess að verja ákvörðun borgaryfirvalda í Ósló en það var ekki bara kostnaður við flutning á trénu sem stóð í Norðmönnum heldur töldu þeir að flutningurinn væri ekki í sátt við náttúruna enda tréð flutt sjóleiðis til Íslands. 

Ákvörðunin um að senda tré til Íslands var tekin á fundi viðskiptaráðs Óslóar í gær og verður tréð höggvið í landi höfuðborgar Noregs og sent til Íslands líkt og venjan er. Segir í fréttinni að Íslendingar fái þessar fréttir á þjóðhátíðardaginn, þegar landið fagni sjötíu ára lýðveldi. 

 Jólatréð ratar í erlenda miðla

Vonast eftir sátt 

Eigum fallegri tré sjálf

Íslendingar fá ekki fleiri jólatré

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert