Flugvirkjar aflýsa verkfalli

Flugvirkjafélag Íslands hefur ákveðið að aflýsa boðuðu verkfalli sem taka átti gildi klukkan sex í fyrramálið. Formaður félagsins sagði í samtali við mbl.is að félagsmönnum hugnist ekki að þingmenn ætli að setja lög á verkfallið og því var þessi ákvörðun tekin.

Maríus Sig­ur­jóns­son, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að stjórn félagsins hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hafa fylgst með þingstörfum í dag. Félagið muni taka sér einn mánuð í umhugsunarfrest áður en næstu skref verða ákveðin. Hann tekur skýrt fram að ekki sé verið að fresta verkfalli heldur aflýsa því.

Sökum þessa eru þingstörfin í uppnámi og hefur þingfundi ítrekað verið frestað í kvöld. Maríus segir að þingmenn hafi verið upplýstir um ákvörðun Flugvirkjafélagsins. „Þetta er gert af því að það er verið að setja á okkur lög fyrirfram. Verkfallsboðunin er ekki fyrr en klukkan sex í fyrramálið en lögin eiga að taka gildi á miðnætti. OKkur hugnast ekki að fá á okkur lög.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka