Viktoría krónprinsessa og eiginmaður hennar, Daníel prins, heimsóttu Hörpu nú rétt fyrir hádegi ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og konu hans, Dorrit Moussaieff. Þar fræðast þau um íslenskt tónlistarlíf og menningu.
Með þeim í för er embættismenn sænsku hirðarinnar og utanríkisþjónustunnar. Um er að ræða tveggja daga heimsókn sem hófst formlega með fundi krónprins- og forsetahjónanna á Bessastöðum.
Dagskrá heimsóknarinnar er vel skipulögð eins og mbl.is hefur greint frá þar sem meðal fundur um viðskiptatengsl landanna í Norræna húsinu og skoðun og fræðslu um Hellisheiðarvirkjun, farið í hvalaskoðun, skoðunarferð til Mývatns og á málþing um samvinnu á norðurslóðum við Háskólann á Akureyri.
Formlegri heimsókn lýkur að kvöldi 19. júní í Reykjavík. Með heimsókn Viktoríu krónprinsessu munu allir ríkisarfar Norðurlanda hafa sótt Ísland heim.
Frétt mbl.is: Prinsessan á Bessastöðum