Stefnt að læsi 90% grunnskólabarna

Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur …
Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og að mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans. mbl.is/Styrmir Kári

Hvít­bók Ill­uga Gunn­ars­son­ar mennta­málaráðherra er kom­in út, en þar kem­ur fram um­bóta­áætl­un hans í mennta­mál­um. Ráðherra set­ur fram tvö meg­in­mark­mið fyr­ir árið 2018 til þess að ná þessu fram.

Í fyrsta lagi að 90% grunn­skóla­nema nái lág­marks­viðmiðum í lestri, en hlut­fallið er nú 79%. Til að ná þessu mark­miði er lagt til að hlut­ur móður­máls­kennslu verði auk­inn og að mótuð verði viðmið um þá lestr­arkunn­áttu sem nem­end­ur eiga að búa yfir á hverju stigi grunn­skól­ans.

Í öðru lagi er sett það mark­mið að hlut­fall nem­enda sem ljúka námi úr fram­halds­skóla á til­sett­um tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Því verður náð með því að end­ur­skipu­leggja náms­tíma, stytta nám til loka­prófa og draga þannig úr brott­hvarfi.

Haf­ist verður handa strax í haust þegar verk­efna­stjór­ar verða ráðnir og sam­ráðshóp­ur verður sett­ur sam­an með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, Kenn­ara­sam­band­inu, Sam­bandi sveit­ar­fé­laga, Heim­ili og skóla ásamt fleiri aðilum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka