Þjónar ekki hagsmunum almennings

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson Kristinn Ingvarsson

Lög á verkfall flugvirkja Icelandair þjónar ekki hagsmunum almennings, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands. Hann segir það sérstakt að kalla Alþingi saman til þess eins að standa vörð um hagsmuni atvinnurekenda og að þeir geti treyst á ríkisstjórnina að setja lög á verkföll.

Þingmenn ræða þessa stundina á Alþingi hvort setja eigi lög á verkfall flugvirkja. Í frumvarpinu til laganna segir að hafi ekki náðst sam­komu­lag í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands við Icelanda­ir fyr­ir 1. júlí næst­kom­andi skuli gerðardóm­ur ákveða kaup og kjör fyr­ir 1. ág­úst.

Gylfi segir að ekkert komi til með að gerast á samningaborði deiluaðila þar sem atvinnurekendur geti treyst á að lög verði sett á verkföll vinnandi stétta. Það geti ekki þjónað hagsmunum atvinnulífsins.

Á aðeins þremur mánuðum hafa lög verði sett á verkföll í þrígang. Þetta telur Gylfi mikið áhyggjuefni og segir ASÍ líta svo á að þetta sé í raun ekki heimilt. Með þessu brjóti Alþingi í bága við stjórnarskrárvarin réttindi og milliríkjasamninga. Gylfi tekur hins vegar ekki afstöðu til efni deilunnar en segir að það að ljúka deilu með lagasetningu sé ekki að ljúka deilu.

Þá segir Gylfi það umhugsunarvert að lög séu sett á verkfall flugvirkja en ekki á þriggja vikna verkfall kennara fyrr á árinu. Í þeirri deilu var á endanum fallist á kröfur kennara sem gefi öðrum til kynna að eitthvað geti verið að sækja með aðgerðum á borð við verkföll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert