Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til kvöldverðar á Bessastöðum í kvöld til heiðurs Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins. Hann sátu ásamt fylgdarliði krónprinsessunnar ýmsir forystumenn Alþingis og ríkisstjórnar ásamt fulltrúum atvinnulífs og menningarstofnana.
Með Viktoríu og Daníel eru í för embættismenn sænsku hirðarinnar og utanríkisþjónustunnar. Um er að ræða tveggja daga heimsókn sem hófst formlega með fundi krónprins- og forsetahjónanna á Bessastöðum.
Dagskrá heimsóknarinnar er vel skipulögð eins og mbl.is hefur greint frá þar sem meðal fundur um viðskiptatengsl landanna í Norræna húsinu og skoðun og fræðslu um Hellisheiðarvirkjun, farið í hvalaskoðun, skoðunarferð til Mývatns og á málþing um samvinnu á norðurslóðum við Háskólann á Akureyri.
Formlegri heimsókn lýkur að kvöldi 19. júní í Reykjavík.
Frétt mbl.is: Prinsessunni er annt um norðrið
Frétt mbl.is: Prinsessan skoðaði Hörpu
Frétt mbl.is: Prinsessan á Bessastöðum
Frétt mbl.is: Féll í fang prinsins í virkjuninni
Frétt mbl.is: „Gaman að hitta alvöru prinsessu“