Ætla að opna íshelli á Langjökli

Stefnt er að því að opna íshelli á Langjökli í …
Stefnt er að því að opna íshelli á Langjökli í næsta vor. Árni Sæberg

Hátt uppi á Langjökli er vinnuflokkur að grafa göng. Þar er ætlunin að láta gamla drauma heimamanna um íshelli til að draga að ferðafólk rætast. Á ýmsu hefur gengið í byrjun en forgöngumennirnir stefna ótrauðir að því að opna íshellinn í Langjökli næsta vor og kynna ferðafólki leyndardóma jöklanna.

„Verkið gengur ágætlega. Það hafa verið ýmsir byrjunarörðugleikar, eins og búast mátti við. Frátafir hafa orðið vegna veðurs og við erum að læra á tæknina og aðstæður,“ segir Reynir Sævarsson, verkfræðingur hjá Eflu, sem er verkefnisstjóri framkvæmdarinnar.

„Þetta er ekki kennt í meistaraskólanum,“ segir Gunnar Konráðsson húsasmíðameistari úr Reykholtsdal sem er verktaki við gangagröftinn.

Við ísgröftinn er notað sérhannað tæki, líkt jarðvegstætara, sem fest er framan á litla vél. Það fræsir úr snjóstálinu og svo er snjónum ekið út með stærri vél. Pantað hefur verið færiband til að flýta snjómokstrinum. Þótt hægt gangi eru þetta þó ólíkt nútímalegri vinnubrögð en að grafa með handverkfærum líkt og gert hefur verið við ísgangagerð víða annars staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert