Kjaradeilur ætti að leysa með gerðardómi

Sigurður Líndal telur að kjaradeilur eigi að leysa með gerðardómi..
Sigurður Líndal telur að kjaradeilur eigi að leysa með gerðardómi.. Árni Sæberg

Sigurður Líndal lagaprófessor segir verkföll flugvirkja og flugmanna ekki einungis valda viðskiptavinum tjóni heldur þjóðfélaginu í heildina. Hann segir að teflt sé á tæpasta vað með verkföllum hér á landi því að viðkvæmar atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu geti orðið fyrir slæmum og langvarandi áhrifum. Áhrifin segir hann vera meðal annars þau að ferðamenn hætti við að koma til landsins eða fari fyrr héðan og að umræðan ein um hugsanlegt verkfall geti fælt þá frá.

Ekki kom þó til þess að þingið setti á lög vegna boðaðs verkfalls flugvirkja því eins og gert var kunnugt í frétt mbl.is hafa flugvirkjar nú aflýst því. 

Verkföll hafa breyst í gegnum tíðina, segir Sigurður og tekur fram að deilur sem þessar séu best leystar með gerðardómi en ekki átökum á borð við verkföll. Hann segir íslenskan markað ekki ráða við slíka stöðvun sem verði af völdum verkfalla.

„Deilur sem þessar á ekki að leysa með þessum hætti heldur á að vísa þeim til dómara sem kemst að ákveðinni niðurstöðu sem ekki verður deilt um. Þá niðurstöðu verða menn að eiga við dómara,“ segir Sigurður Líndal.

Aðilar sem ekki eiga hlut að deilunni verða ekki síður fyrir alvarlegum áhrifum, sem Sigurður segir réttlæta lagasetningu og að stjórnvöld grípi inn í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert