Greenland Express hyggst fljúga til Íslands

Greenland Express.
Greenland Express.

Flugfélagið Greenland Express stefnir að því hefja millilandaflug á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar 25. júní næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu, að flogið verði á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og verður flogið þaðan til Kaupmannahafnar og áfram til Akureyrar.

Þá segir, að Greenland Express bindi miklar vonir við Akureyri sem framtíðaráfangastað. Viðbrögðin hafi verið framar öllum vonum þó að starfsemin sé ekki enn komin af stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka