Björn Valur ræðst að Bjarna Ben.

„Hann er pólitískt smámenni hann Bjarni litli Benediktsson,“ segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vegna orða Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, s.s. vegna þess að Íslendingum var ekki boðið á hafráðstefn­una Our Oce­an.

Bjarni fór í viðtal við Ríkisútvarpið í gær þar sem hann sagði meðal annars: „Við höfum ekki látið það hafa áhrif á samskipti okkar við Bandaríkjamenn að þar sé margt athugavert á seyði. Samanber t.d. dauðarefsingar og meðferð á stríðsföngum. Þeir hafa á síðastliðnum tveimur árum drepið fleiri en 60 dæmda glæpamenn og hafa lögleitt dauðarefsingu. Þetta höfum við ekki látið hafa áhrif á samskipti við þá.“

Orð Bjarna fóru greinlega illa í Björn Val sem taldi þau tilefni til skrifa á vefsvæði sitt. Þar segir Björn Valur: „Bjarni leggur dauðarefsingar og ómanneskjulega meðferð á fólki að jöfnu við hvalveiðar. Þess vegna vill hann gera díl við vini okkar í vestri um að þeir láti okkur í friði við að veiða hval og á móti horfi stórveldið Ísland framhjá aftökum og pyntingum í Bandaríkjunum. Hann er pólitískt smámenni hann Bjarni litli Benediktsson.“

Vefsvæði Björns Vals

Frétt mbl.is: Bjarni gagnrýnir bandarísk yfirvöld

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert