Framsókn fær enga nefndarmenn

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Framsóknarflokkurinn fær engan fulltrúa í nefndum á vegum Ísafjarðarbæjar þrátt fyrir að hafa fengin einn mann kjörinn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Björt framtíð, sem ekki náði inn manni í bæjarstjórn, fær hins vegar nokkra fulltrúa í nefndir á vegum bæjarins og þar á meðal formann íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Fram kemur á fréttavef Bæjarins besta að Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti framsóknarmanna, hafi gagnrýnt þetta harðlega. Vinnubrögðin séu ekki í anda þess íbúalýðræðis sem Í-listinn hafi boðað en litinn fékk flest atkvæði í kosningunum og fimm menn kjörna af níu í bæjarstjórn. 

Haft er eftir Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Í-listans, að Í-listinn hafi viljað endurspegla sjónarmið Bjartrar framtíðar í nefndum. Framsóknarflokkurinn hefði fulltrúa í bæjarstjórn og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði sem geti komið sjónarmiðum flokksins á framfæri. Björt framtíð hafi verið nálægt því að ná manni inn og vilji væri fyrir því að sjónarmið flokksins heyrðust.

Frétt Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert