Stofnunin Visions of Humanity hefur birt hina árlegu friðarvísitölu sína, Global Peace Index, og líkt og undanfarin sjö ár trónir Ísland á toppnum yfir friðsælustu lönd heims. Í öðru sæti er Danmörk og í þriðja sæti Austurríki.
Útreikningur vísitölunnar byggist á miklum fjölda gagna um allar þjóðirnar. Þar á meðal má til dæmis finna fjölda hermanna, fjölda vopnaðra árása og vopnainnflutning. Ein stærsta breytingin á milli ára er að Bandaríkin falla út af topp 100, niður í sæti 101, á eftir Haíti og Benín.
Í þremur neðstu sætunum má finna Suður-Súdan, Afganistan og Sýrland.
Sjá frétt mbl.is: Ísland friðsælast