Ísland er enn friðsælast

Mynd/Global Peace Index

Stofn­un­in Visi­ons of Humanity hef­ur birt hina ár­legu friðar­vísi­tölu sína, Global Peace Index, og líkt og und­an­far­in sjö ár trón­ir Ísland á toppn­um yfir friðsæl­ustu lönd heims. Í öðru sæti er  Dan­mörk og í þriðja sæti Aust­ur­ríki. 

Útreikn­ing­ur vísi­töl­unn­ar bygg­ist á mikl­um fjölda gagna um all­ar þjóðirn­ar. Þar á meðal má til dæm­is finna fjölda her­manna, fjölda vopnaðra árása og vopnainn­flutn­ing. Ein stærsta breyt­ing­in á milli ára er að Banda­rík­in falla út af topp 100, niður í sæti 101, á eft­ir Haíti og Benín. 

Í þrem­ur neðstu sæt­un­um má finna Suður-Súd­an, Af­gan­ist­an og Sýr­land. 

Sjá frétt mbl.is: Ísland friðsæl­ast

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert