Árvökull lögreglumaður fann minniskort úr myndavél við hátíðarsvæðið á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn. Á kortinu eru myndir úr ferðalagi og vill lögregla koma þeim til eiganda síns.
„Skv. kanselíbréfi frá því herrans ári 1811 sér lögreglan um meðferð óskilamuna og nýtir ýmsar aðferðir til að reyna að finna eigendurna. Oft er verðmæti hlutanna mikið þótt peningalegt verðmæti sé lítið,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ef einhver kannast við manninn á myndunum er sá hinn samur hvattur til að senda upplýsingar á netfangið oskilamunir@lrh.is. Lögregla minnir einnig á að óskilamunir sem berast lögreglu eru birtir á vefnum www.pinterest.com/logreglan