Of brattar vegna mistaka verktaka

Eftir erindi frá Strætó ákvað borgin að þregnja umferðareyjar um …
Eftir erindi frá Strætó ákvað borgin að þregnja umferðareyjar um tíu sentímetra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Farþegar strætisvagna sem keyra um Borgartún hafa orðið fyrir óþægindum nýlega vegna tveggja nýrra hraðahindrana á götunni. Ástæða þess að farþegar verða fyrir óþægindum er sú að hallinn á hraðahindrununum er mikill, sem verður til þess að vagnarnir rekast í hindranirnar með tilheyrandi tjóni á bæði strætisvögnum og hraðahindrunum. Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að hraðahindranirnar hefðu verið of brattar vegna mistaka verktaka og að búið væri að laga aðra þeirra.

Um þessar mundir er verið að setja upp umferðareyjar milli akreina í Borgartúni og hefði það getað farið svo að strætó kæmist ekki leiðar sinnar ef ekki væri fyrir árvökula vagnstjóra fyrirtækisins.

„Við höfum ekki haft neitt út á framkvæmdirnar í Borgartúni að setja fyrir utan þegar við sáum að búið var að merkja fyrir umferðareyjum á svæðinu. Það er árvökulum strætisvagnastjórum að þakka að við tókum eftir þessu. Við fórum þá að eigin frumkvæði á staðinn með vagn og mældum hvort við kæmumst með hann í gegn. Þetta var mjög tæpt,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó. Reykjavíkurborg ákvað að minnka eyjarnar um 10 sentímetra í kjölfarið.

Tvær hraðahindranir í Borgartúni hafa valdið tjóni á stræstivögnum sökum …
Tvær hraðahindranir í Borgartúni hafa valdið tjóni á stræstivögnum sökum halla. mbl.is/Þórður
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert