„Bæði blindir og heyrnarlausir?“

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sé að Karl situr enn í helstu nefndum á þinginu. Ólíkt vinstrimeirihlutanum í Reykjavík hafa evrópuráðsþingmenn ekki áttað sig á því að framsóknarmenn eru óstjórntækir sökum kynþátta- og útlendingahaturs. Eru þessir evrópuþingmenn bæði blindir og heyrnalausir?“

Þetta ritar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína í kvöld þar sem hann getur þess að hann sé kominn til Strassburg í Frakklandi til þess að sitja þing Evrópuráðsins í viku ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins.

Brynjar vísar þar til ákvörðunar meirihluta vinstriflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur að halda fulltrúum framsóknarmanna fyrir utan sumar nefndir á vegum borgarinnar og stjórnir fyrirtækja í eigu hennar á þeim forsendum að þeir séu óstjórntækir vegna málflutnings oddvita þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar varðandi úthlutun lóðar undir mosku.

Evrópuráðið er vettvangur 47 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands, þar sem einkum er fjallað um lýðræðis- og mannréttindamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert