Sjúkraflutningamenn víða um land er ósáttir við nýja sjúkrabíla sem Rauði krossinn keypti því þeir séu of litlir og erfitt sé að sinna sjúklingum um borð í þeim. Varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir einnig brösuglega ganga að útbúa nýju bílana vegna plássleysis.
Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að Rauði krossinn hafi ákveðið að kaupa ódýrari sjúkrabíla en notaðir hafa verið síðustu ár, en með því sparist um þrjár milljónir á sjúkrabíl.
Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði fleiri slíkir bílar keyptir muni gæði sjúkraflutninga minnka. Það er allt þrengra að komast að sjúklingnum, að geta unnið við hann. Ég tala ekki um ef menn ætla að vera tveir eða þrír inni í bílnum þá gengur það bara ekkert upp.“