Geta illa sinnt neyðarútköllum

Nýir sjúkrabílar sem verið er að kaupa til landsins eru að sögn Sverris Björns Björnssonar, formanns Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, einungis ætlaðir til flutninga á milli stofnana en ekki í neyðarútköll. Aukin notkun minni bíla sé breyting á rekstarformi þar sem nota þurfi meiri mannskap og fleiri bíla.

Hann segir ekki gert ráð fyrir búnaði á borð við hjartamonitor og sogklukku í bílnum sem sé nauðsynlegur til að sinna  neyðarútköllum. Breytingarnar þýði að nauðsynlegt verði að senda stærri og betur búna bíla á eftir minni bílunum í neyðarútköll.

17 bílar af Volkswagen-gerð voru pantaðir í tveimur mismunandi útboðum og eru tveir slíkir búnir að vera í prófunum frá því um páska. Komið hefur fram að sjúkraflutningamenn hafi furðað sig á nýju bílunum sem þeir segja of litla, það segir þó ekki alla söguna því bílar af samskonar tegund og stærð eru í notkun hér á landi líkt og sést á myndskeiðinu sem fylgir.

Rauði Krossinn á Íslandi sér um innkaup á sjúkrabílum samkvæmt kröfulýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Samkvæmt upplýsingum þaðan er von á yfirlýsingu vegna málsins í dag. 

Ályktun frá fagdeild sjúkraflutningamanna sem var samþykkt fyrr í mánuðinum.

2/6/2014

Ályktun fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS vegna sjúkrabíla

Á nýafstöðnu þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) var samþykkt

ályktun þess hljóðandi að stjórn LSS myndi beita sér gegn þeirri þróun er nú á sér stað í

sjúkrabílamálum á Íslandi. Þróun þar sem fjölga á minni gerð sjúkrabifreiða sem eingöngu

sjúkraflutningamönnum á Íslandi. En það eru fleiri en sjúkraflutningamenn sem sinna

utanspítalaþjónustu á Íslandi. Það eru læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. Með

þessum minni sjúkrabifreiðum er verið að takmarka getu þessara aðila til að veita bráðveiku

og slösuðu fólki þá þætti þjónustunnar sem fela í sér sérhæfð inngrip og jafnvel lífsbjargandi

Fagdeild sjúkraflutninga LSS er vel meðvituð um þá varnarstöðu sem Heilbrigðisráðuneytið

og fleiri eru í vegna títtnefndar kreppu og bágrar stöðu ríkissjóðs. Fagdeildin er líka vel

meðvituð um þá háværu kröfu að endurnýja íslenskan sjúkrabílaflota. Það sem þarf að

tryggja er að sú endurnýjun stjórnist ekki einvörðungu af hagkvæmissjónarmiðum og að

Það er vel hugsanlegt að hluti bílaflotans sé þeirrar gerðar sem eingöngu séu ætlaðir til

almennra sjúkraflutninga, svokallaðra F4. Sá fjöldi sem nú er rætt um af þessari minni

gerð er úr takt við það sem lagt var upp með í upphafi og þá í samráði við rekstraraðila

sjúkraflutninga. Það er algjört grundvallaratriði að þeir sem veita fjármagni til kaupa á

sjúkrabifreiðum, eiga og reka bifreiðarnar og þeir sem sjá um að reka þjónustuna, sem og

veita hana stígi dansinn saman. Það gengur ekki upp að þessir aðilar taki einhver aukaspor

án samráðs við hvorn annan. Þá verður dansinn taktlaus og einhver þarf að líða fyrir. Í þessu

Það er skýlaus og afdráttarlaus krafa fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS, að ofangreindir

staðla þá sem unnið er útfrá við útboð á sjúkrabílum. Tryggja þarf að staðlarnir feli í sér

vinnusaðstöðu sem ætluð sé fyrir sérhæfð inngrip. Þar þarf að tryggja öryggi áhafnar og

sjúklings sem og gott aðgengi að sjúkling og vinnuaðstöðu. Svara þarf spurningum á borð við

hvort sjúkrabíll sé hjúkrunarrými og/eða vinnustaður. Hver á að votta og taka út aðstöðuna.

utanspítalaþjónustuna. Vægi hennar hefur aukist gríðarlega undanfarið, sérstaklega í ljósi

þeirra breytinga sem orðið hafa og skerðingar á heilbrigðisþjónustu heima í héraði. Menntun

og þjálfun sjúkraflutningamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum og fyrirséð er að

hún muni aukast og styrkjast enn frekar. Með aukinni menntun og þjálfun, eykst jafnframt

ábyrgð og krafa um inngrip og þjónustu. Þessu þarf auðvitað að fylgja trygging á því að

Fagdeildin er vongóð um að þetta nái fram að ganga, enda er lykillinn að árangri samvinna,

Með vinsemd og virðingu,

Njáll Pálsson,

formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert