Lá í blóði sínu og allir gengu hjá

Það var þó maður skammt frá á hjóli sem hafði …
Það var þó maður skammt frá á hjóli sem hafði greinilega stoppað til þess að horfa á atburðinn og ég kallaði eins og ég gat á þennan mann. Maðurinn horfði í áttina á mér, snéri sér við og hjólaði í burtu eins og ekkert hafði gerst. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Til­kynnt um lík­ams­árás í Von­ar­stræti á sjö­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Sá sem varð fyr­ir árás­inni beið eft­ir stræt­is­vagni á biðstöð strætó þegar árás­armaður kem­ur þar að og biður þann fyrri um stræ­tómiða.  

Sá sem varð fyr­ir árás­inni sagðist ekki eiga stræ­tómiða þar sem hann notaði kort.  Árás­armaður­inn slær hann þá þrjú högg í and­litið og hljóp í burtu. Árás­araðila var leitað án ár­ang­urs en árás­arþola sem var með skurð á auga­brún var ekið á bráðamót­töku til aðhlynn­ing­ar.

Sá sem varð fyr­ir árás­inni er rúm­lega tví­tug­ur og seg­ir hann frá því á Face­book að árás­armaður­inn hafi verið á svipuðu reki. Fjöl­marg­ir gengu fram hjá þar sem hann var blóðugur í strætó­skýl­inu án þess að veita hon­um aðstoð.

Hann seg­ir svo frá: „Ég sagðist ein­ung­is eiga strætó­kort og ein­hverra hluta vegna fór það frek­ar illa í hann því áður en ég vissi dundu á mér högg­in frá hon­um og það var ekki fyrr en ég kom hend­inni fyr­ir og öskraði af lífs og sál­ar­kröft­um á hjálp sem að hann fór að bakka út. Hann sagði mér að „fokka mér“ og labbaði svo í burtu. Eft­ir lá ég með blóðugt auga, möl­brot­in gler­augu við hliðina á mér og kom varla upp orði af hræðslu ásamt því að hægri þum­al­fing­ur­inn varð fyr­ir miklu hnjaski og er óhreyf­an­leg­ur.

Það var þó maður skammt frá á hjóli sem hafði greini­lega stoppað til þess að horfa á at­b­urðinn og ég kallaði eins og ég gat á þenn­an mann. Maður­inn horfði í átt­ina á mér, snéri sér við og hjólaði í burtu eins og ekk­ert hafði gerst. Þá næst komu tvær kon­ur labb­andi fram­hjá og horfðu á mig liggja í strætó­skýl­inu og litu mig horn­auga í stað þess að spyrja hvort allt væri í lagi.

Ég hringdi í 112 og kom varla upp orði enda mjög hrædd­ur og sjokk­eraður eft­ir það hvað hafði gerst, ég trúði því varla sjálf­ur en ég náði að koma upp úr mér hvar ég var stadd­ur og hún sendi sjúkra og lög­reglu­bíl á staðinn. Á meðan ég beið eft­ir þeim hélt áfram að blæða úr skurðinum hjá aug­anu og tveir hóp­ar með fjór­um kven­mönn­um hvor löbbuðu fram­hjá og sáu mig sitj­andi á bekkn­um að reyna að þurrka blóð af aug­anu mínu, af­skipta­laust löbbuðu þær fram­hjá.

Er sam­fé­lagið í al­vöru orðið þannig í dag að blóðugur maður á al­manna­færi er ekki þess virði að at­huga hvort sé í lagi með?

Maður­inn á hjól­inu er sá eini sem gæti hafa séð ger­and­ann, enda man ég lítið eft­ir hon­um þar sem að hræðslan og áfall tóku öll völd, ásamt því að ég gat ekki haft blóðugt augað opið fyrr en hann var kom­inn í burtu,“ seg­ir sá sem varð fyr­ir árás­inni og hann biður fólk um að aðstoða við að leita að árás­ar­mann­in­um og eins reiðhjóla­mann­in­um sem sá árás­ina.

mbl.is/​Hjört­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert