„Ætlum að sigra okkur sjálf“

Hópurinn HjólaKraftur setur sér háleit markmið
Hópurinn HjólaKraftur setur sér háleit markmið mbl.is/Golli

„Við ætl­um ekk­ert að vera fyrst, en ætl­um hins veg­ar að sigra okk­ur sjálf sem og áheita­söfn­un­ina,“ seg­ir Þor­vald­ur Daní­els­son for­svarsmaður hóps­ins HjólaKrafts sem nú kepp­ir í WOW Cyclot­hon-hjól­reiðakeppn­inni.

Meðal­ald­ur hóps­ins er um­tals­vert lægri en annarra sem skráðir eru til keppni, en um er að ræða sex ung­menni og fjóra full­orðna kepp­end­ur. Ung­menn­in eiga það sam­eig­in­legt að hafa fundið sig í hjólaíþrótt­inni, en þau nutu sín ekki í öðrum íþrótt­um eða hreyf­ingu og voru í áhættu­hóp vegna lífstíls­sjúk­dóma.

Þor­vald­ur stofnaði hóp­inn fyr­ir um tveim­ur árum, en hann er í sam­starfi við Tryggva Helga­son barna­lækni við Heilsu­skóla LSH. „Hóp­ur­inn hef­ur alltaf sett sér mark­mið, en þau hafa lík­lega aldrei verið eins há­leit og nú,“ seg­ir Þor­vald­ur.

„Nú ákváðum við að setja okk­ur eitt stórt mark­mið.“

Mót­læti eyk­ur keppn­is­skapið

Hjólagarp­arn­ir stefna ekki á titil í keppn­inni sjálfri, held­ur vilja þau fyrst og fremst njóta og ná mark­miðum sín­um. Þor­vald­ur seg­ir mót­læti fyr­ir keppni ein­ung­is hafa gefið keppn­is­skapi liðsins byr und­ir báða vængi.

„Marg­ir hafa ekki trú á að við get­um þetta, en það bara herðir okk­ur og ger­ir okk­ur enn ákveðnari í að klára með stæl. Okk­ur ligg­ur alla­vega ekk­ert á, við höf­um 72 klukku­stund­ir,“ seg­ir Þor­vald­ur.

HjólaKraft­ur er nú í þriðja sæti í áheita­söfn­un keppn­inn­ar, en Þor­vald­ur seg­ir draum­inn vera að sigra hana og vinna þannig hjól­reiðaferð fyr­ir hóp­inn til út­landa. Allt söfn­un­ar­fé í keppn­inni renn­ur til bæklun­ar­sk­urðdeild­ar Land­spít­al­ans. 

„Okk­ur lang­ar gríðarlega að fara út sam­an, það væri mik­ill sig­ur.“

Face­book síða HjólaKrafts

Áheit­asíða HjólaKrafts

Frétt mbl.is: Ætla að hjóla hring­inn frá Hörpu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert