Gæti teygt anga sína til Íslands

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir í gær til fundarins í …
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir í gær til fundarins í Brussels. mbl.is/afp

Hin nýja staða sem upp er komin í samskiptum Rússlands og ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna Úkraínudeilunnar kann að hafa áhrif á þá stefnumörkun í þjóðaröryggismálum sem nú er unnið að á vegum ríkisstjórnarinnar.

Ljóst er að miklir óvissutímar eru runnir upp í öryggismálum Evrópu vegna óbilgirni Rússa í garð Úkraínumanna.

Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í Brussel í gærkvöldi. Hann var þá á leið til fundar við aðra utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Fundinum verður framhaldið í dag og lýkur í kvöld. Það er til marks um hve Úkraínumálið skipar mikilvægan sess í umræðum ráðherranna að Pavel Klimken, utanríkisráðherra Úkraínu, mun funda sérstaklega með þeim í dag og gera grein fyrir ástandinu í heimalandi sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert