Samtöl við nokkra fasteignasala leiddu í ljós að fjársterkir aðilar hafa ríkan áhuga á að kaupa íbúðarhúsnæði í fjárfestingarskyni. Ófullkláruð hús eru ekki undanskilin.
Að sögn Vilhjálms Einarssonar, fasteignasala hjá Eignaborg, sýndi fjársterkur aðili áhuga á að kaupa 16 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem eru í byggingu í Kópavogi.
Íslenskur aðili sem kynnti sig sem fulltrúa erlends fjárfestis hefði átt í samningaviðræðum við verktakann í einn og hálfan mánuð. Síðastliðinn mánudag hefðu samningaviðræður hins vegar fallið niður, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.