Hjólakraftur leiðir söfnunina

Hjólakraftur á æfingu fyrr í mánuðinum.
Hjólakraftur á æfingu fyrr í mánuðinum. Af Facebook síðu Hjólakrafts

„Þetta er búið að ganga al­veg brjálæðis­lega vel og búið að vera dúnd­ur skemmti­legt. Frá­bært veður næst­um því all­an tím­ann og það er klár­lega góð stemn­ing í hópn­um,“ seg­ir Þor­vald­ur Daní­els­son liðstjóri Hjólakrafts, sem eru efst í áheita­söfn­un­ar­keppni WOW Cyclot­hon.

„Við erum núna við Nesj­ar. Akkúrat núna sjá­um við Vatna­jök­ull en við eig­um senni­lega eft­ir að sjá hann eitt­hvað áfram,“ seg­ir Þor­vald­ur og hlær. „Það er eng­in al­vöru þreyta kom­in í hóp­inn, fólk bara jafn­ar sig og held­ur síðan áfram.“

Hjólakraft­ur hef­ur verið sam­ferða liði WOW stelpna síðan á Norður­land­inu. „Við hitt­um þær í Miðfirði og höf­um verið sam­ferða þeim síðan. Það er gam­an að hafa fé­lags­skap í þessu.“

Þreföld bar­átta

10 meðlim­ir skipa Hjólakraft en hóp­ur­inn var sett­ur á lagg­irn­ar fyr­ir börn og ung­linga sem voru við það að tapa í bar­áttu við lífstíls­sjúk­dóma. Upp­runa­lega hug­mynd­in var og er að kynna krakk­anna fyr­ir hjólaíþrótt­inni, en þau höfðu ekki fundið sig í öðrum íþrótt­um. Þor­vald­ur er upp­hafmaður og jafn­framt stjórn­andi hóps­ins ásamt Tryggva Helga­syni, barna­lækn­is við Heilsu­skól­ann á LSH.

Sam­kvæmt Þor­valdi er bar­átta þeirra þreföld: Bar­átta um bætta heilsu, bar­átt­an við að hjóla sam­an hring­veg­inn og síðast en ekki síst að vinna WOW áheita keppn­ina. Það verður að segj­ast að sú áskor­un sem ligg­ur í því að hjóla hring­inn er fyr­ir þenn­an hóp er ívið þyngri áskor­un held­ur en fyr­ir flesta aðra sem nú hjóla hring­inn.

Eins og staðan er núna er Hjólakraft­ur að ná mark­miði sínu, en hóp­ur­inn hef­ur safnað mest­um pen­ing í áheita­keppn­inni, en hóp­ur­inn hef­ur nú safnað 771.000 krón­um.

„Mark­miðið er að sigra okk­ur sjálf“

Sam­kvæmt Þor­valdi von­ast hóp­ur­inn eft­ir því að koma í mark á 56 eða 57 klukku­stund­um. Það þýðir að hóp­ur­inn myndi koma í mark fyr­ir há­degi á morg­un. „Við yrðum rosa­lega glöð ef það myndi tak­ast.“

Að sögn Þor­vald­ar er mark­miðið að sigra áheita­keppn­ina. „Mark­miðið er þó líka að sigra okk­ur sjálf. Til að mynda er ein hérna sem þolir ekki göng og fékk að sleppa við þau. Í staðinn bauðst hún til að hjóla í gegn­um Al­manna­sk­arð, sem hún gerði.“

Áheit­asíða Hjólakrafts.

Face­book síða Hjólakrafts.


Meðlimir Hjólakrafts á þjóðveginum.
Meðlim­ir Hjólakrafts á þjóðveg­in­um. Af Face­book síðu Hjólakrafts
Af Face­book síðu Hjólakrafts
Af Face­book síðu Hjólakrafts
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert