Vill að málinu verði skipt upp

Lárus Welding (t.v.) ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni (fyrir miðju).
Lárus Welding (t.v.) ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni (fyrir miðju). mbl.is/Þórður

Verj­andi Lárus­ar Weld­ing óskaði eft­ir því við fyr­ir­töku Stím-máls­ins svo­kallaða í dag að því yrði skipt upp þannig að mál ákæru­valds­ins á hend­ur Lár­usi verði rekið í einu lagi. Jafn­framt gerði verj­andi kröfu um mál­inu yrði frestað. Þessu mót­mælti ákæru­valdið.

Sak­born­ing­ar voru ekki viðstadd­ir fyr­ir­tök­una í dag, en í mál­inu eru þeir Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, þá fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital eru ákærðir.

Óttar Páls­son, verj­andi Lárus­ar, sagði að það væri íþyngj­andi fyr­ir Lár­us að hafa þurfa að sæta ít­rekuðum ásök­un­um embætt­is sér­staks sak­sókn­ar og hann ætti rétt á því að mál gegn hon­um væri rekið í einu lagi. Óttar tók fram að þetta sé þriðja málið sem Lár­us sé ákærður fyr­ir en í hinum tveim­ur hafi hann verið sýknaður.

Óttar óskaði jafn­framt eft­ir því að sér­stak­ur sak­sókn­ari gefi út yf­ir­lit er varða stöðu mála embætt­is­ins er varða Lár­us. Óttar benti á að í bréfi sem barst hon­um í janú­ar 2013 frá sér­stök­um sak­sókn­ara hefði komið fram að rann­sókn­um allra mála á hend­ur Lár­usi hefði átt að ljúka í sept­em­ber 2013. Því óskaði hann eft­ir upp­færðu yf­ir­liti nú.  Hólm­steinn Gauti Sig­urðsson sak­sókn­ari sagði að embættið myndi verða við þeirri kröfu fljót­lega.

Sím­on Sig­valda­son héraðsdóm­ari sagði við fyr­ir­tök­una að til­gang­ur henn­ar í dag hefði verið að fara yfir stöðu máls­ins og átta sig á um­fangi þeirra gagna sem stæði til að leggja fyr­ir dóm­inn. Í kjöl­far kröf­unn­ar um að mál­inu yrði skipt upp óskaði Óttar eft­ir því að fá að rekja málið fyr­ir dómn­um. Það verður svo í hönd­um dóm­ara að ákveða hvort hann verði við kröf­unni eður ei.

Næsta fyr­ir­taka í mál­inu verður 9. sept­em­ber nk.

Lár­us og Jó­hann­es eru ákærðir fyr­ir umboðssvik, með því að hafa mis­notað aðstöðu sína til lán­veit­inga og stefnt fjár­mun­um bank­ans í veru­lega hættu, en Þor­vald­ur Lúðvík fyr­ir hlut­deild í brot­inu.

Við síðustu fyr­ir­töku máls­ins þann 28. apríl sl. neitaði Jó­hann­es Bald­urs­son sök.

Eign­ar­halds­fé­lagið Stím var stofnað vet­ur­inn 2007 og var Glitn­ir stærsti hlut­hafi þess. Stím keypti hluta­bréf í Glitni og FL Group fyr­ir tæp­lega 25 millj­arða króna í nóv­em­ber 2007 af Glitni. Kaup­in voru að stór­um hluta fjár­mögnuð með láni frá Glitni upp á tæpa 20 millj­arða með veði í ein­ung­is hluta­bréf­un­um sjálf­um.

Upp­hæð láns­ins var hærri en áhættu­nefnd bank­ans mátti af­greiða án samþykk­is stjórn­ar en lán­veit­ing­in var þó ekki bor­in upp fyr­ir stjórn­ina líkt og skylt var að gera.

Eng­inn markaður var fyr­ir bréf­in á þeim tíma sem Stím greiddi fyr­ir þau og er talið að viðskipt­in hafi verið til þess gerð að halda uppi virði hluta­bréfa í Glitni og FL Group.

Stím-málið hef­ur verið til rann­sókn­ar hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara frá ár­inu 2009 og er á meðal þeirra elstu mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert