Heita því að borða ekki hval

Hópurinn afhenti 2018 undirskriftir.
Hópurinn afhenti 2018 undirskriftir.

Í dag afhentu sjálfboðaliðar IFAW-samtakanna og  Hvalaskoðunarsamtaka Íslands Þóri Hrafnssyni, upplýsingafulltrúa Atvinnuvegaráðneytisins, 2.018 undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem heita því að borða ekki hvalkjöt  og vilja að hvalveiðum verði hætt. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fyrir tveimur vikum var farið með 2.015 póstkort með jafn mörgum undirskriftum einstaklinga í ráðuneytið.

Sjálfboðaliðarnir að þessu sinni eru frá Srí Lanka, Suður-Kóreu, Frakklandi, Rússlandi og Finnlandi. Um 60 sjálfboðaliðar alls munu í sumar, líkt og áður, ræða við ferðamenn og Íslendinga í Reykjavík um kosti þess að velja hvalaskoðun frekar en hvalveiðar og hvetja fólk til að velja þá veitingastaði sem merktir eru Whale Friendly, en lista yfir þá staði er að finna á heimasíðu Hvalaskoðunarsamtaka Íslands www.icewhale.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert