Ákvörðun ráðherra áfall

Flutningur Fiskistofu snertir um helming starfsfólksins.
Flutningur Fiskistofu snertir um helming starfsfólksins. mbl.is/ÞÖK

„Fólki er auðvitað mjög brugðið enda eru þeir margir sem ekki sjá fram á að geta flutt norður á Akureyri.“ Þetta segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri, en í gær tilkynnti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að aðalskrifstofa Fiskistofu yrði færð til Akureyrar.

Hefur stofnunin frá því í byrjun árs 2006 haft aðsetur að Dalshrauni í Hafnarfirði en áður var hún til húsa í gamla Fiskifélagshúsinu við Ingólfsstræti í Reykjavík.

Í Morgunblaðinu í dag segist fiskistofustjóri efins um að flutningurinn muni efla starfsemi Fiskistofu. „Ég tel mikla hættu vera fyrir hendi að stofnunin veikist faglega en þetta er auðvitað liður í stefnu ríkisstjórnar að flytja störf út á land.“

Hjá Fiskistofu starfa hátt í 80 manns og aðspurður segir Eyþór breytingarnar munu snerta um 40 stöðugildi í Hafnarfirði.

Frétt mbl.is: Flytja höfuðstöðvarnar til Akureyrar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert